Horfum Barclays breytt í neikvæðar

Viðskiptavinir Barclays bankans eru ekki ánægðir með bankann sinn þessa …
Viðskiptavinir Barclays bankans eru ekki ánægðir með bankann sinn þessa dagana AFP

Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody's lækkaði í dag horfur í rekstri breska bankans Barclays úr stöðugum í neikvæðar. Er þetta gert í kjölfar hneykslismáls sem nú skekur bankann.

Lánshæfiseinkunn Barclays er C-/baa2 með neikvæðum horfum, að því er segir í tilkynningu frá Moody's en matsfyrirtækið útilokar ekki að einkunnir bankans verði lækkaðar á næstunni. 

Forstjóri Barclays, Bob Diamond, sagði af sér á þriðjudag en auk hans hafa bæði framkvæmdastjóri, Jerry del Missier og stjórnarformaður bankans, Marcus Agius, látið af störfum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK