Hefja rannsókn á vaxtasvindli

Merki Barclays-banka, en stjórnendur hans hafa neyðst til að segja …
Merki Barclays-banka, en stjórnendur hans hafa neyðst til að segja af sér í kjölfar Libor-hneykslisins. SHAUN CURRY

Credit Suisse, næststærsti banki Sviss, tilkynnti í dag að hann hefði hafið rannsókn á áhrifum Libor-vaxtasvindlsins á innri starfsemi bankans.

Brady Dougan, framkvæmdastjóri bankans, sagði við dagblaðið Le Temps að bankinn væri að vinna náið með eftirlitsaðilum til þess að komast til botns í málinu. Ekki væri talið að svo stöddu að Credit Suisse hefði neitt að óttast. 

Eins og komið hefur fram í fréttum er búið að sekta Barclays, stærsta banka Bretlands, um 290 milljónir sterlingspunda, eða tæpa 57 milljarða íslenskra króna, eftir að forsvarsmenn hans viðurkenndu að þeir hefðu reynt að hafa áhrif á Libor-millibankalánsvextina á árunum 2005-2009.

Libor stendur fyrir London Interbank Offered Rate, og er notað sem mælistika fyrir vexti í lánasamningum víðsvegar um heiminn. Libor-vextirnir gegna því lykilhlutverki í að ákvarða lánskostnað fyrirtækja og heimila.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK