RBO staðfestir aðild að Libor-máli

Barclays hefur hingað til verið miðja Libor málsins. RBS virðist …
Barclays hefur hingað til verið miðja Libor málsins. RBS virðist vera næsti banki sem mun fá á baukinn vegna svindlsins. SHAUN CURRY

Forstjóri Royal bank of Scotland (RBS) hefur staðfest að bankinn tengist Libor-málinu og geri ráð fyrir sektum vegna hlutdeildar sinnar. Segir forstjórinn, Stephen Hester, að þrátt fyrir stærðargráðu málsins tengist það aðeins fáum starfsmönnum innan hvers banka.

„RBS er einn af bönkunum sem eru tengdir við Libor-málið. Við munum einnig lenda í sviðsljósinu í nokkra daga,“ sagði Hester og vitnaði þar til þeirrar gífurlegu umfjöllunar sem Barclays-bankinn fékk vegna sinnar aðildar og sektar. Segist hann ekki vita hversu há sektin verði en efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar og fjármálaeftirlitið séu að vinna í málinu. 

Bankinn, sem er 82% í eigu breska ríkisins eftir ríkisaðstoð í hruninu, mun á föstudaginn tilkynna uppgjör fyrri hluta ársins og gæti þessi yfirlýsing forstjórans haft einhver áhrif á gengi bréfa félagsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK