Húsleit hjá Barclays á Ítalíu

AFP

Ítalska lögreglan gerði í dag húsleit hjá útibúi breska Barclays-bankans á Ítalíu vegna rannsóknar á misferli með Euribor-vexti. Sagði í yfirlýsingu lögreglunnar að lagt hefði verið hald á fjölda skjala, tölvugagna og tölvupósts. Er verið að skoða hvort bankinn hafi einnig haft áhrif á evrópska millibankavexti, en áður hafði bankinn verið sektaður fyrir að hafa áhrif á millibankavexti á Bretlandi.

Saksóknarinn Michele Ruggiero sagði að athuga ætti hvort meint svindl bankans hefði haft áhrif á húsnæðislán almennings á Ítalíu, en neytendasamtök á Ítalíu höfðu þrýst á um að rannsókn á málinu færi fram. Í útreikningum samtakanna var áætlað að áhrif vaxtasvindls á Ítalíu væri um þrír milljarðar evra (447 milljarðar íslenskra króna), eða 1.200 evrur á hverja fjölskyldu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK