Olíuverð hækkar á óvissutímum

Olíuskip
Olíuskip AFP

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hækkað í morgun í Asíu þar sem fastlega er gert ráð fyrir að gripið verði til aðgerða í Bandaríkjunum, Kína og Evrópu til að auka hagvöxt.

Eins hafði árekstur herskips og olíuskips skammt frá Hormuz-sundi áhrif á markaði þar sem fjárfestar hafa áhyggjur af olíubirgðum og dreifingu þeirra.

Í New York hefur verð á hráolíu til afhendingar í september hækkað um 48 sent og er 93,35 Bandaríkjadalir tunnan.

Í Lundúnum hefur verð á Brent Norðursjávarolíu hækkað um 78 sent og er 113,73 dalir tunnan.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK