Kominn tími á að smíða bíl frá grunni

Í dag skrifuðu þrjú ferðaþjónustufyrirtæki undir kaupsamning við íslenska bílaframleiðandann Ísar, en stefnt er á að þrír bílar verði klárir á fyrri hluta næsta árs. Kristján Kristjánsson og Björk Jónsdóttir hjá fyrirtækinu Mountain Taxi voru meðal þeirra sem ákváðu að vera fyrstu kaupendurnir. Kristján segir að það hafi ekki verið erfið ákvörðun að fara í þessa fjárfestingu, enda hafi hann fylgst með og komið að málinu gegnum árin. Hann segir að hann og aðrir hafi gegnum tíðina aðstoðað með að taka saman hvað það er sem vanti fyrir slíka bíla svo þeir séu vel nothæfir hér á landi.

Kristján segir að smíði og breyting bíla hafi verið í gangi hér á landi í áratugi og að tími sé kominn á að taka þetta skrefinu lengra. „Nú er kominn tími á að smíða bíl frá grunni og við erum alls ekki hrædd við þetta,“ segir hann. Björk segir að lægri eyðsla bílanna muni þýða að fleiri geti farið í jeppaferðir og að verðið geti tekið mið af því.

Aðspurður um kostina segir Kristján að helstu kostirnir í þessari nýju gerð séu gott rými og útsýni. Þá sé bíllinn með tvöfalt gler sem minnki móðu og fjöðrunarsvið hans sé betra sem skili sér í mýkri akstri á vondum vegum. Að lokum verði bíllinn töluvert léttari en sambærilegir bílar og með minni eyðslu. Segir hann þetta vera byltingu í aðstæðum þar sem þarf að ferðast á vondum vegum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK