Domino's opnar stað í Noregi

Dominos pizzurnar njóta mikilla vinsælda víða á Norðurlöndunum.
Dominos pizzurnar njóta mikilla vinsælda víða á Norðurlöndunum. mbl.is/Ómar Óskarsson

Fjárfestirinn Birgir Þór Bieltvedt hyggst opna Domino's Pizza veitingastað í Osló, höfuðborg Noregs, í ágúst. Um er að ræða fyrsta Domino's staðinn í landinu, en alls er ætlunin að opna fimmtíu slíka staði þar. Birgir Þór á og rekur Dominos á Íslandi. Fjallað er um málið á norska viðskiptavefnum E24.no.

Birgir Þór segir í viðtali við E24.no að staðirnir í Noregi verði eins konar sambland af hinu alþjóðlegu Dominos-konsepti og íslensku útgáfunni. Hráefnin muni koma frá Noregi, sem og starfsmennirnir, en á matseðlinum verði vinsælustu pizzurnar í Bandaríkjunum og hér á Íslandi.

Í fréttinni kemur jafnframt fram að Birgir Þór reki Dominos í Danmörku, Þýskalandi og á Íslandi, en eigi einnig réttinn á rekstrinum í bæði Svíþjóð og Finnlandi. Rifjað er upp að fyrsti Domino's staðurinn í Danmörku hafi verið opnaður árið 1997 og að nú séu þar þrettán staðir.

Höml­ur ehf., dótt­ur­fé­lag Lands­bank­ans hf., seldi fyr­ir­tækið Pizza-pizza ehf., sem er umboðsaðili Dom­in­o's Pizza In­ternati­onal á Íslandi, til hóps fjár­festa und­ir for­ystu Birg­is Þórs Bielt­vedt sumarið 2011. Birg­ir Þór stofnaði Pizza-pizza árið 1993 og kom að rekstri þess til árs­ins 2005.

Í tilkynningu á þeim tíma kom fram að sölu­verð alls hluta­fjár­ins hafi verið 210 millj­ón­ir króna, en að auki hafi vaxta­ber­andi skuld­ir numið 350 millj­ón­um króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK