Herbalife hækkar eftir hótanirnar

Mikill viðsnúningur var á gengi hlutabréfa í Herbalife í dag.
Mikill viðsnúningur var á gengi hlutabréfa í Herbalife í dag. FREDERIC J. BROWN

Yfirlýsingar milljarðamæringsins og vogunarsjóðsforstjórans Bills Ackman um fyrirtækið Herbalife frá því fyrr í dag virðast ekki hafa skilað tilætluðum árangri. Gengi hlutabréfa í Herbalife hafa hækkað um rúmlega 25 prósent í dag.

Ackman sagðist ætla að koma upp um „ótrúleg svik“ fyrirtækisins og lofaði því að forráðamenn þess myndu grátbiðja um miskunn eftir að hann myndi tilkynna niðurstöður úr rannsókn sinni á næringarklúbbum Herbalife.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem forstjórinn hótar Herbalife en fyrirtækið hefur ávallt neitað ásökunum Ackmans.

Stuttu eftir að Ackman tók til máls á kynningu sinni í New York í dag hófu gengi hlutabréfa í Herbalife að hækka. Fyrsta klukkutíma kynningarinnar höfðu hlutir fyrirtækisins hækkað um 8% og klukkustund síðar var hækkunin orðin 11%. Alls er hækkunin í dag rúmlega 25%, en enn er opið fyrir viðskipti í kauphöllinni í New York.

Hlutabréf í Herbalife lækkuðu um 11% á mánudag eftir að Ackman sagði að kynningin yrði sú mikilvægasta sem hann hefði flutt í lífi sínu. Svo virðist sem aðrir fjárfestar séu honum ósammála og því virðast skot hans að Herbalife hafa geigað.

Fyrri frétt mbl.is um málið

Ætlar sér að fella Herbalife

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK