Herbalife rýkur upp

Herbalife sérhæfir sig í framleiðslu og dreifingu fæðubótaefna.
Herbalife sérhæfir sig í framleiðslu og dreifingu fæðubótaefna.

Herbalife hefur átt óvenjulega góðan mánuð þar sem hlutabréf í fyrirtækinu hafa hækkað um 40 prósent. Fjárfestar virðast veðja á að Bill Ackman, sem hefur einsett sér að knésetja fyrirtækið, muni tapa orrustunni. 

Í tæp tvö ár hef­ur fjár­fest­ir­inn Ackm­an rekið her­ferð gegn Her­bali­fe þar sem sakar fyrirtækið um svo­kallað píra­mýda-svindl. Hann hef­ur ríku­legra, fjár­hags­legra hags­muna að gæta, þar sem hann tók í des­em­ber árið 2012 skort­stöðu í fyr­ir­tæk­inu í gegn­um vog­un­ar­sjóð sinn, Pers­hing Square, sjóð sem hann stofnaði árið 2004. Skort­sala geng­ur í stuttu máli út á það að fá lánuð hluta­bréf, selja þau svo og von­ast til geta keypt þau aft­ur á lægra verði. Það þýðir að vog­un­ar­sjóður Ackm­ans gæti hagn­ast veru­lega, falli bréf­in í verði.

Fara upp og niður

Virði hlutabréfa í Herbalife hefur tvöfaldast frá árinu 2013 þegar Carl Icahn, eigandi annars vogunarsjóðs, keypti stóran hlut í fyrirtækinu, og hóf opinberar deilur við Ackman. Þeir skiptust á skoðunum í viðtali hjá sjónvarpsstöðinni CNBC á sama ári en virðast hafa slíðrað sverðin eftir það. Icahn er ennþá stærsti hluthafi Herbalife með um 18,5% hlut.

Málsstaður Ackmans hlaut byr undir báða vængi á síðast ári þegar hlutabréf Herbalife féllu um 50% í verði þegar fyrirtækið endurskipulagði viðskiptamódelið og skilaði slakri afkomu þar á eftir. 

Markaðsmisnotkun?

Fyrr í þessum mánuði greindi Wall Street Journal hins vegar frá því að FBI væri að rannsaka meinta markaðsmisnotkun hjá Herbalife og að starfsfólk Ackman hefði verið yfirheyrt. Ackman sendi í kjölfarið frá sér yfirlýsingu þar sem hann neitaði því að hafa sagt ósatt um starfsemi Herbalife auk þess sem hann sagðist ekki vita til þess að neinn á sínum vegum hefði gert hið sama. 

Herbalife hefur staðfastlega neitað ásökunum Ackman og segjast forsvarsmenn fyrirtækisins vera með öruggt viðskiptamódel í höndunum og að þeir muni áfram hjálpa fólki að að bæta matarræðið

Hlutabréfin tóku fljótt hækkuðu í verði eftir frétt WSJ og hækkuðu aftur í síðustu viku eftir að máli gegn Herbalife var vísað frá dómi. 

Í frétt CNN er bent á að hlutabréfin þyki of óstöðug fyrir hinn hefðbundna fjárfesti og er meðalfjárfestinum ráðlagt að halda sig fjarri þeim. „Þeir ættu frekar að blanda sér bananasjeik (í boði Herbalife) og hafa gaman af átökunum Ackman og Icahn.“

CNN Money greinir frá.

Frétt mbl.is: Maðurinn sem hatar Herbalife

William Ackman er stofnandi vogunarsjóðsins Pershing Square
William Ackman er stofnandi vogunarsjóðsins Pershing Square AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK