Láta smíða fjóra nýja togara

Kaldbakur EA er meðal þeirra öldnu skipa sem endurnýjun leysir …
Kaldbakur EA er meðal þeirra öldnu skipa sem endurnýjun leysir af hólmi. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Samherji, Útgerðarfélag Akureyringa og útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækið Fisk Seafood hafa gert samninga við skipasmíðamiðstöðina Cemre Shipyard í Istanbul í Tyrklandi um smíði á fjórum nýjum ísfisktogurum.

Samherji og ÚA kaupa þrjá togara, en einn fer til Fisk Seafood. Áætlað er að smíði fyrsta skipsins hefjist upp úr næstu áramótum og afhending þess verði í apríl/maí 2016. Heildarverðmæti þessara samninga, sem staðið hafa yfir í tvö ár, er um 10 milljarðar íslenskra króna.

Skipin fjögur munu koma í stað eldri skipa sem hafa verið í notkun hjá félögunum tveimur. Elsta skipið verður hátt í 50 ára gamalt þegar það fer úr rekstri og er endurnýjunin því tímabær að sögn Kristjáns Vilhelmssonar, framkvæmdastjóra útgerðar Samherja.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK