Nýir stjórnendur hjá Deloitte

Nokkrar breytingar hafa orðið á stjórnendahópi Deloitte að undanförnu, á svipuðum tíma og forstjóraskipti urðu þegar Sigurður Páll Hauksson tók við sem forstjóri Deloitte af Þorvarði Gunnarssyni.  

Ágúst Heimir Ólafsson hefur tekið við starfi sviðsstjóra Ráðgafarsviðs Deloitte. Nýtt Ráðgjafarsvið Deloitte byggir á traustum grunni en undir sviðinu sameinast nú Fjármálaráðgjöf, Upplýsingatækniráðgjöf og Innri endurskoðun Deloitte. Með sameiningunni varð til eitt öflugt ráðgjafarsvið þar sem saman koma allir helstu ráðgjafar Deloitte sem bjóða upp á fyrsta flokks alhliða ráðgjöf fyrir fyrirtæki og stofnanir, að því er segir í tilkynningu.

Jónas Gestur Jónasson tók við starfi sviðsstjóra Viðskiptalausnasviðs Deloitte. Um er að ræða nýtt svið hjá Deloitte sem veitir alhliða þjónustu fyrir minni og meðalstór fyrirtæki og einstaklinga. Fyrir utan hefðbundna reikningsskilaþjónustu er um að ræða til dæmis bókhaldsþjónustu, launavinnslu, aðstoð við gerð rekstraráætlana, samskipti við skattayfirvöld svo eitthvað sé nefnt.

Pálína Árnadóttir hefur tekið við starfi Áhættu- og gæðastjóra Deloitte. Pálína útskrifaðist með Cand. Oecon frá Háskóla Íslands árið 2000 og hlaut löggildingu í endurskoðun árið 2004. Pálína hefur mikla reynslu í endurskoðun og reikningsskilum, skattskilum og IFRS.

Þá hefur Þorsteinn Guðjónsson tekið við starfi sviðsstjóra Endurskoðunar og reikningsskilasviðs Deloitte. Þorsteinn útskrifaðist með Cand. Oecon frá Háskóla Íslands árið 2001 og hlaut löggildingu í endurskoðun árið 2006. Þorsteinn var áður forstöðumaður reikningsskilaþjónustu Deloitte. Hann er einn af eigendum Deloitte og hefur áralanga reynslu af endurskoðun og reikningsskilum hjá stórum og meðalstórum fyrirtækjum.

Auk ofangreindra eru Margrét Sanders, framkvæmdastjóri rekstrar og Vala Valtýsdóttir, sviðsstjóri skatta- og lögfræðisviðs í framkvæmdaráði Deloitte, líkt og áður.

Ágúst Heimir Ólafsson.
Ágúst Heimir Ólafsson.
Jónas Gestur Jónasson.
Jónas Gestur Jónasson.
Pálína Árnadóttir.
Pálína Árnadóttir.
Þorsteinn Guðjónsson.
Þorsteinn Guðjónsson.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK