Áhrif VSK-breytinga lítil sem engin

Vandasamt er að áætla nákvæmlega hver áhrif af skattbreytingum fjárlagafrumvarpsins verða og hvenær þau koma fram en undanfarið hafa þó lækkanir að hluta til komið fram á heimilistækjum, raftækjum og byggingarvörum „en við gerum ráð fyrir að áhrifin komi að mestu leyti fram í janúar,“ segir í markaðspunktum Greiningardeildar Arion banka.

„Greining okkar á heildaráhrifum frumvarpsins bendir til þess að áhrifin verði ekki ósvipuð því sem kom fram í fjárlagafrumvarpinu að því gefnu að breytingarnar skili sér að fullu út í verðlag,“ segir þar. Þá er gert ráð fyrir nokkrum hækkunum á matarkörfunni og á hótelum og veitingastöðum vegna hækkunar á neðra virðisaukaskattsþrepinu. Á móti vegur þó að lækkun á efra virðisaukaskattsþrepinu dreifist á flesta aðra undirliði vísitölu neysluverðs. „Einnig áætlum við að áhrif af afnámi vörugjalda komi að fullu í gegn. Áhrifin á verðlag í janúar verða því lítil þegar allt er lagt saman,“ segir Greiningardeildin.

Tólf mánuði undir markmiði

Í bráðabirgðaspá Greiningardeildar til næstu þriggja mánaða er gert ráð fyrir að eldsneytisverð standi í stað og að gengi krónunnar haldist stöðugt. Gert er ráð fyrir lágri verðbólgu næstu mánuði og að hún standi í 2,0% í janúar á næsta ári. Gangi spáin eftir yrði janúar tólfti mánuðurinn í röð þar sem verðbólgan hefur verið undir verðbólgumarkmiði Seðlabankans.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka