Snarhækka stýrivexti í 30%

Íbúar taka til á Leníntorgi í bænum Debaltseve. Efnahagsástandið hefur …
Íbúar taka til á Leníntorgi í bænum Debaltseve. Efnahagsástandið hefur snarversnað síðan átökin hófust í Úkraínu. AFP

Bankastjórn seðlabankans í Úkraínu hefur ákveðið að snarhækka stýrivexti landsins, úr 19,5 prósentum í 30 prósent. Fyrir einungis mánuði stóðu þeir í 14% og hafa því rúmlega tvöfaldast á stuttum tíma.

Ákvörðunin tekur gildi á morgun en vaxtahækkuninni er ætlað að koma stöðugleika á efnahagslíf landsins sem hefur verið á hraðri niðurleið og stemma stigu við verðbólgu. Gjaldmiðill landsins hefur hríðfallið í verði og vonast bankastjórn seðlabankans til þess að hann taki kipp í kjölfar aðgerðanna.

Úkraínska þingið hefur samþykkt skilyrði fyrir 17,5 milljarða dollara björgunarpakka frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum sem er ætlað að auka traust fjárfesta á landinu. Stjórn AGS á hins vegar eftir að samþykkja lánið en talið er að ákvörðun verði tekin á næstu dögum.

Financial Times greinir frá þessu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK