Munu halda gengi júansins stöðugu

Li Keqiang, forsætisráðherra Kína.
Li Keqiang, forsætisráðherra Kína. AFP

Li Keqiang, forsætisráðherra Kína, segir að enginn grundvöllur sé fyrir því að kínverski gjaldmiðillinn, júanið, veikist enn frekar. Kínversk yfirvöld muni halda gengi júansins stöðugu.

Seðlabanki Kína olli skjálfta á fjármálamörkuðum 11. ágúst síðastliðinn þegar hann felldi gengi júansins um næstum tvö prósent. 

Margir hagfræðingar og fjárfestar töldu að með þessu útspili væru kínversk yfirvöld að reyna að auka útflutning, með því að lækka verð á kínverskum vörum á heimsmarkaði, til þess að blása lífi í dauflegan efnahag landsins. Vísbendingar eru um að hagvöxtur í landinu sé minni en opinberar tölur gefa til kynna.

Li sagði að aðgerðir seðlabankans, að fella gengi júansins, hefðu verið „viðeigandi svar“ við þróuninni sem verið hefur á alþjóðlegum fjármálamörkuðum.

Forsvarsmenn Seðlabanka Kína reyndu að róa fjárfesta eftir að tilkynnt var um aðgerðir bankans og ítrekuðu í samtölum í við fjölmiðla að stjórnvöld í landinu myndu halda gengi júansins stöðugu. Annað kæmi ekki til greina.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK