Hagnaðist um 711,9 milljónir

Markaðsvirði félagsins í lok júní nam 24,3 milljörðum króna en …
Markaðsvirði félagsins í lok júní nam 24,3 milljörðum króna en félagið greiddi hluthöfum arð að fjárhæð 1.050 milljónir króna 7. apríl. mbl.is/Hjörtur

N1 hagnaðist um 711,9 milljónir á öðrum fjórðungi ársins samanborið við 634,9 milljónir á sama tíma í fyrra. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir fyrstu sex mánuði ársins nam 1.104 milljónum króna samanborið við 1.004 milljónir á sama tímabili 2015.

Þá jókst framlegð af vörusölu um 6,3% á öðrum ársfjórðungi og selt magn af bensíni og gasolíu um 10% milli ára.

Í lok annars ársfjórðungs var eiginfjárhlutfall félagsins tæpir 7,5 milljarðar króna, 37,5%.  

Aukin umsvif á einstaklingsmarkaði

Í afkomuskýrslu kemur fram að aukning í framlegð félagsins skýrist að mestu af auknum umsvifum á einstaklingsmarkaði og bílaþjónustu ásamt því að hækkun á heimsmarkaðsverði olíu hafði jákvæð áhrif á framlegð.

Í afkomuskýrslu félagsins kemur fram að í ljósi afkomu á fyrri helmingi ársins er gert ráð fyrir því að EBITDA ársins 2016, þ.e. rekstrartekjur fyrir afskriftir, verði 3.150 – 3.250 milljónir króna. Sú spá gerir ráð fyrir því að olíuverð verði tiltölulega stöðugt og að gengi bandaríkjadals gegn íslensku krónunni verði í kringum 118. Markaðsvirði félagsins í lok júní nam 24,3 milljörðum króna en félagið greiddi hluthöfum arð að fjárhæð 1.050 milljónir króna 7. apríl.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK