Hagvöxtur ferðamönnum að þakka

Ef ekki væri gert ráð fyrir neinum vexti í ferðaþjónustu …
Ef ekki væri gert ráð fyrir neinum vexti í ferðaþjónustu á því tímabili færi hagvaxtarspáin niður í 1,9% að meðaltali. mbl.is/Rax

Hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir að áhrif áframhaldandi vaxtar í ferðaþjónustu á hagvaxtarþróun hér á landi verði mikil á þessu ári og næstu árum.

Í nýútgefnu ársriti hagfræðideildarinnar, Þjóðhag, spáir deildin 6,1% hagvexti á þessu ári sem verði einkum knúinn áfram af vexti einkaneyslu, fjármunamyndunar og útflutningi. Ef ekki kæmi til neinn vöxtur í ferðaþjónustu á þessu ári hefði spáin hljóðað upp á 1,2% hagvöxt eða 4,9 prósentustigum lægri hagvöxt að öðru óbreyttu.

Á tímabilinu 2017-2019 gerum við ráð fyrir 4,2% hagvexti að meðaltali. Ef ekki væri gert ráð fyrir neinum vexti í ferðaþjónustu á því tímabili færi hagvaxtarspáin niður í 1,9% að meðaltali, að öðru óbreyttu.

Í spá hagfræðideildar bankans er gert ráð fyrir að erlendum ferðamönnum fjölgi um 35% á þessu ári en að á næstu árum dragi úr vextinum vegna áhrifa af sterkara gengi krónunnar og aukinna takmarkana vegna gistirýmis. Aukning gistirýmis hefur ekki haldist í hendur við fjölgun ferðamanna á síðustu árum og því er orðið þrengra um gistingu, sérstaklega hótelgistingu, en verið hefur.

Á næsta ári reiknum við með 25% fjölgun ferðamanna, 10% árið 2018 og 8% árið 2019, sem er nálægt sögulegu meðaltali. Ef spáin gengur eftir munu 2,5 milljónir erlendra ferðamanna sækja landið heim árið 2019.

Hagsjá Landsbankans í heild

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK