Vísar í breytt samkeppnisumhverfi

Finnur Árnason, forstjóri Haga.
Finnur Árnason, forstjóri Haga. mbl.is/Árni Sæberg

„Ég held að menn sjái það að þetta eru stórir bitar,“ segir Finnur Árnason, forstjóri Haga, í samtali við mbl.is spurður hvort frekari landvinningar séu á dagskrá hjá félaginu en tilkynnt var í dag um kaup þess á Olíuverzlun Íslands (Olís) og fasteignafélaginu DGV ehf. Þá er stutt síðan Hagar keyptu Lyfju. Heildarkaupverðið vegna kaupanna á Olís og DGV er tæpir 9,6 milljarðar króna en stutt er síðan Hagar keyptu Lyfju. Ekki sé fleira á dagskrá.

Frétt mbl.is: Hagar kaupa Olíuverzlun Íslands

Talsverður titringur hefur verið á íslenska smásölumarkaðinum undanfarna mánuði vegna komu bandarísku verslanakeðjunnar Costco til landsins. Spurður hvort viðskiptin tengist komu Costco vísar Finnur í ummæli sem höfð eru eftir honum í tilkynningu til kauphallarinnar í dag um kaupin á Olís og DGV þar sem hann talar meðal annars um breytt samkeppnisumhverfi.

„Þessi samningur er sérstaklega ánægjulegur og skapar fjölmörg tækifæri til að bæta þjónustu við okkar viðskiptavini. Rekstur Olís fellur mjög vel að rekstri Haga og skapar einstakan grundvöll til sóknar og ekki síður til aukinnar hagkvæmni í breyttu samkeppnisumhverfi,“ segir Finnur í tilkynningunni. Hagar reka meðal annars Bónus og Hagkaup.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK