Erfiðara og vonandi ómögulegt að smokra sér undan skattlagningu

Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra.
Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra. mbl.is/Eggert

Erfiðara verður fyrir fyrirtæki að komast undan skattlagningu í einu landi og færa yfir í hitt með nýjum fjölþjóðasamningi sem fjármálaráðherra undirritar í París í dag.

Samningurinn miðar að því að stemma stigu við skattaund­andrætti og skattsvik­um með mis­notk­un tví­skött­un­ar­samn­inga.

„Þessi samningur mun ganga lengra en einstakir tvísköttunarsamningar sem gerir það erfiðara og vonandi ómögulegt fyrir fyrirtæki að smokra sér undan skattlagningu í einu landi og færa yfir í hitt landið til að spara sér skattana,“ segir Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, í samtali við mbl.is.

Yfir 100 ríki hafa gerst aðilar að samn­ingn­um og und­ir­rita 68 þeirra hann í dag í tengsl­um við ráðherra­fund Efna­hags- og framafara­stofn­un­ar­inn­ar (OECD).

Benedikt segir þennan fjölþjóðasamning mjög jákvæðan og muni vonandi loka smugunum sem hafa verið í tvísköttunarsamningum hingað til. „Þetta er mjög jákvætt en samningurinn leggur meiri áherslu á að menn verði að borga skattana í upprunalandi vinnunnar eða verðmætanna.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK