Staðfesta strangari reglur fyrir Íslandspóst

Íslandspóstur þarf framvegis að fylgja stífari reglum.
Íslandspóstur þarf framvegis að fylgja stífari reglum. Eggert Jóhannesson

Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur með tveimur úrskurðum staðfest ákvörðun Samkeppniseftirlitsins sem kveður á um ítarleg skilyrði og breytingar á starfsemi Íslandspósts. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins kveður meðal annars á um að tiltekin samkeppnisstarfsemi Íslandspósts verði ávallt rekin í aðskildum dótturfélögum. 

Í tilkynningunni segir að skilyrðin hefðu verið sett í því skyni að vinna gegn samkeppnishömlum sem Samkeppniseftirlitið taldi að rekja mætti til einkaréttar á dreifingu áritaðra bréfa og sterkrar stöðu Íslandspósts á póstmarkaði og tengdum mörkuðum. Ákvörðunin byggði á sátt milli Íslandspósts og Samkeppniseftirlitsins. 

Málavextir voru þannig að tveir kvartendur, Póstmarkaðurinn ehf. og Samskip ehf., kærðu ákvörðunina til áfrýjunarnefndar samkeppnismála og kröfðust þess að hún yrði felld úr gildi. Töldu þeir að kvartanir þeirra hefðu ekki fengið nauðsynleg málalok. 

Kemur í veg fyrir markaðsmisnotkun

Telur áfrýjunarnefnd að efnisatriði hinnar undirliggjandi sáttar séu komi fyrirfram í veg fyrir misnotkun á markaðsráðandi stöðu Íslandspósts. 

Þriðji úrskurður áfrýjunarnefndar leysti ennfremur úr kæru Póstmarkaðarins vegna ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins um að aðhafast ekki frekar vegna kvörtunar fyrirtækisins er varðar gjaldskrá Íslandspósts innan einkaréttar. Staðfesti áfrýjunarnefnd þá ákvörðun.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK