Sprettþraut (Super-sprint): 400 metrar sund í Sundlaug, 10 km hjól, 2,5 km hlaup. Oftast fyrsta keppni ársins og haldin í Kópavogi við Kópavogslaugina.
Hálfólympísk þraut (Sprint): 750 metrar sund í sundlaug, 20 km hjól, 5 km hlaup. Hefur farið fram við Seltjarnarnesslaugina í júníbyrjun. Vasaþrautin á Ísafirði er í byrjun september og synt er í lauginni í Bolungavík.
Ólympísk þríþraut (Olympic): Í henni er keppt á Ólympíuleikum. 1500 metrar sund í sundlaug, 40 km hjól, 10 km hlaup. Hefur verið haldin á Laugum í Reykjadal undanfarin ár, með því fráviki að hvílt er milli sunds og hjóls.
Hálfur járnkarl (Half-Ironman): 1900 metrar sund, 90 km hjól, 21,1 hlaup.
Haldinn í Hafnarfirði í júlí undanfarin tvö ár.
Járnkarl (Ironman): 3,8 km sund, 180 km hjól, 42.2 km hlaup. Þykir erfiðasta fjölþrautakeppni heims og nýtur nú mikilla vinsælda. Einungis örfáir Íslendingar hafa tekið þátt og klárað Járnkarl en hópur Íslendinga stefnir á að keppa í Ironman Copenhagen Challenge í Kaupmannhöfn þann 15 ágúst 2010.