Karen Axelsdóttir - haus
25. júní 2010

Keppnishraði "auðveldari"

 Hér er sett sem ég gerði í gær sem hjálpar þér að finnast  keppnishraði "auðveldari"

Vertu á hlaupabraut og reiknaðu hraðann   sem þú þarft að hlaupa hvern hring á miðað við draumatímann þinn í næsta  hlaupi. Þú getur slegið inn tímann þinn  til að vita  hvað það þýðir fyrir hvern 400 m hring,   800 m og 1 km sjá:  http://www.heartbreakhill.org/trackpace.htm.

Upphitun:  20 mín  létt skokk, tækniæfingar (helst berfætt á grasi) og 4 x 100 m sprettir þar sem þú  byrjar hægt sprettir svo síðustu 20 m.

Aðalsett:  5 x 400 metrar. Hlauptu um 15 sek hraðar en keppnishraði, sem  sagt pínu erfitt! Til dæmis ef keppnishraðinn er 4 mín km þá þarftu að  hlaupa hvern hring á 96 sekúndum og þessa 5 x 400 m því á 91 sek eða 1 mín  21sek. Byrjendur gera 2 endurtekningar en ekki 5.

1 mínúta í hvíld  á milli

5 x 800 metrar ,  hleypur hvern 400 m hring 10 sek hraðar en keppnishraði sem  gera 20 sek hraðar en fyrir 800 metra. Hér er sami  hlaupari  að hlaupa hverja 800 m á 2:52 í stað 3:12 sem er keppnishraði. Byrjendur gera 2 endurtekningar en ekki 5.

400 mjög rólegt  skokk á milli eða 90 sek hvíld

1 x 1 km á  keppnishraða þ.e sami hlaupari hleypur nú 2 1/2 hring á 4 mín sem þýðir hvern  hring á 96 sekúndum. Þó þið séuð orðin þreytt þá er ótrúlegt hvað það munar  miklu að geta hlaupið hvern hring 10 sek hægar en þú hljópst  800 metrana á og  án gríns...það verður auðvelt að hlaupa þennan kílómeter á keppnishraða!

Byrjendur og áhugafólk stoppar hér. Fyrir keppnisfólk þá er smá meiri skemmtun og þú tekur eftir þetta 3 x 400 m, 2 x 800 mog 1 x 1 km samkvæmt sömu formúlu og að ofan. Kæla, teygja og ísbað á eftir.

Ef þið  eruð skíthrædd við að erfiða þá er hægt  að  stytta þetta og hlaupa t.d 200  og 400 m spretti til að byrja með en tilgangurinn er að kenna líkamanum aðhlaupa hraðar og það gerist ekki ef þú æfir þig aldrei í því að hlaupa hraðar.  Ímyndaðu þér að þú sért aftur 10 ára ogað hlaupa á ís...svona rétt til að hjálpa þér að vera léttari á fæti.

mynd
14. maí 2010

Ertu á áætlun??

Það eru 20 íslendingar að taka þátt í Ironman í Kaupmannahöfn um miðjan ágúst. Því var hvíslað að mér að nokkrir væru enn þá bara að æfa 4-6 tíma á viku. Ég vona svo sannarlega að það sé ekki rétt og fólk  sé í rauninni límt við túrbo þjálfann heima hjá sér þegar enginn sér til eða úti að hlaupa í skjóli nætur :-) Miðað við 13 vikur til stefnu þá ættuð þið að vera að hjóla amk 4 klst í langa… Meira
mynd
13. maí 2010

Hjólaæfingin mín í kvöld

Upphitun   27 mín 10 mín upphitun rólega í léttum gír ( rpm/cadence 90).   20   x   45 sek á öðrum fæti í miðlungs gír. Hvílir 15 sek á milli með því   að hjóla með báðum og víxlar svo fótum.   1 mín hvíld mjög rólega í   léttum gír   1   x   5   mín vaxandi álag.   Ef þú ert á æfingahjóli t.d í World Class þá byrjarðu í gír 11… Meira
8. maí 2010

Laugardagsæfingar

Á laugardögum tek ég oftast langar sundæfingar og löng hlaup saman. 1. Sund t.d garpaæfing. Laugardagsæfingarnar eru svokallaðar "langar sundæfingar" þ.e. við syndum í 75-90 mín í stað 60 mín.   Aðalsettin eru lengri   og rólegri t.d 400 m-600 m til að byggja úthald. Ég myndi miða   við að synda   í heildina 3000 m fyrir ólympíska þraut, 3500 m fyrir hálfan járn karl… Meira
mynd
28. apríl 2010

Erfitt að byrja að hlaupa!

Ég mætti á fyrstu alvöru hlaupa æfinguna á mánudagskvöld og það var ekki fögur sjón. Félagar mínir sem ég held venjulega vel í hreinlega stungu mig af. Stíllinn var heldur ekki góður og James þjálfari minn hundskammaði mig fyrir að lenda á hælunum þegar líða tók á settið. Þetta var frekar niðurdrepandi en ég fékk reyndar smá uppreisnar æru þegar líða tók á settið þ.e á síðustu tveimur settunum… Meira
mynd
27. apríl 2010

Sundsett

Hér er æfing fyrir byrjendur í skriðsundi. Ég veit við áttum að læra þetta öll í barnaskóla. Ég skil ekki hvað hefur gerst í sundkennslu í grunnskóla því einhverra hluta vegna erum við sem höfum aldrei æft sund upp til hópa glötuð þegar kemur að skriðsundi.  Þetta er skiljanlegt hér í Bretlandi þar sem fólk fer almennt ekki í sund og ekki skylda í skólum en hér heima með… Meira
mynd
6. apríl 2010

Æfing á hlaupabretti

Flestir hlaupa alltaf sama hverfishringinn á sama tíma eða hoppa á hlaupabrettið og láta það lulla á sama hraða allan tímann. Ég held ég myndi deyja úr leiðindum ef ég þyrfti að gera það og skil mjög vel af hverju fólki sem æfir svoleiðis finnst annað hvort hundleiðinlegt að hlaupa eða skilur ekki af hverju það er ekkert að bæta sig. Ég skal smám saman hjálpa ykkur að tækla leiðindin og hér er… Meira
mynd
13. mars 2010

Hjólað í náttúrunni

Ég ætlað að leyfa myndunum sem ég tók úr 3 tíma hjólatúr síðast liðið sumar við Breiðafjörðin tala sínu máli varðandi hvað landið okkar hefur uppá að bjóða. Það er einstök upplifun að hjóla í náttúrunni svo ég minnist nú ekki á hversu góð æfing það er! Á höfuðborgarsvæðinu má  nefna Heiðmörk, Krísuvík, Nesjarvallasvæðið og Þingvelli sem allt eru frábær svæði til að stunda hjólreiðar á.… Meira
mynd
9. mars 2010

Æfingar þessa vikuna

Meiðslin hjá mér eru loksins að koma til eftir tæpa 4 mánuði frá hlaupum. Ég náði þremur stuttum og einni 50 mín hlaupaæfingu þegar ég var í æfingaferð fyrir 2 vikum síðan. Hvíldi svo vel í síðustu viku og held áfram að styrkja hlaupavöðva með stuttum tækni æfingum þessa vikuna. Það er kanski galið að hlaupa maraþon eftir 180 km á hjóli hvað þá miðað við svona hlaupaundirbúning. Ég er samt búin að… Meira
mynd
5. mars 2010

Finna tíma til æfinga

  Ef það er eitthvað sem við þ r íþrautar fólk erum snillingar í þá er það að finna tíma til æfinga.      Auðvitað er lítill tími aflögu þegar maður kemur heim úr vinnunni, sækir krakkana, fer í búðina ofrv. og nema þú sért unglingur eða einstæðingur í hlutastarfi þá kannastu sennilega við vandamálið. Ég er að sjálfsögðu ennþá að reka mig á en eftirfarandið eru atriði  … Meira