Skúli fær ekki bætur frá KPMG

Skúli Gunnar Sigfússon.
Skúli Gunnar Sigfússon. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Skúli Gunnar Sigfússon sem jafnan er kenndur við Subway fær ekki bætur frá KPMG vegna ráðgjafar í tengslum við skiptingu Eggert Kristjánssonar hf. og ráðstöfun fasteignar sem var í eigu félagsins. 

Um er að ræða niðurstöðu Landsréttar sem staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í mars á síðasta ári. 

Ekki sýnt fram á saknæma háttsemi KPMG 

Málið var höfðað í kjöl­far niður­stöðu Hæsta­rétt­ar í máli þrota­bús EK1923 (áður Eggert Kristjáns­son hf.) gegn Sjö­stjörn­unni vegna ráðstöf­un­ar á fast­eign EK1923 að Skútu­vogi 3 til Sjö­stjörn­unn­ar. Var Sjö­stjörn­unni gert að greiða 324 millj­ón­ir auk vaxta, sam­tals vel yfir hálf­an millj­arð, vegna máls­ins.

Þegar málið var þing­fest kom fram að Skúli teldi að ekki hafi verið rétt staðið að ráðstöfun þessara fast­eigna á sín­um tíma og að sökin væri end­ur­skoðenda­skrif­stof­unn­ar KPMG. 

Hérðasdómur Reykjavíkur komst þó að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið sýnt fram á að starfsmenn KPMG hafi sýnt af sér saknæma háttsemi í tengslum við skiptingu félagsins og ráðstöfun fyrrgreindrar fasteignar. 

Segir í dómnum að það sé grunnskilyrði þess að bótaábyrgð geti komið til álita og af þeirri ástæðu var KPMG sýknað af kröfum Skúla, eða Sjöstjörnunni. Þessa niðurstöðu héraðsdóms staðfesti Landsréttur með vísan í forsendur fyrirliggjandi dóms. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert