Steingeitin: Þú ert seiðandi í ástinni

Elsku Steingeitin mín,

þú ert svo mikill snillingur í því að láta ekki á því bera hvernig þér líður, allavega ekki út fyrir fjölskylduna. Þú átt það til að fá of mikið samviskubit þegar þér finnst að það sem þú gerir er ekki 100%. En hundrað prósent er of kassalaga og ekkert spennandi kemur út úr því hvort sem er.

Svo núna ferðu yfir næsta mánuð með örlítið kæruleysi í vasanum, þessi tíð sem þú ert að ganga inn í er svipuð og þegar fótboltamenn ganga inn á völlinn og muna bara síðasta leikinn sem gekk illa. Þá „jinxa“ þeir aftur yfir sig svipaða erfiðleika.

Alveg sama hvað hefur gerst í lífi þínu, því þegar þú vaknar á morgnana er nýtt tímabil komið og þú ert bara tært ljós. Þú ert ekki vandamálin sem þú hefur gengið í gegnum, ekki sjúkdómurinn sem þú hefur fengið og þú ert svo sannarlega ekki fortíðin.

Núna er mikilvægt að nenna og gera hlutina með glöðu geði og vera fegin það sé meira að gera hjá þér heldur en vanalega. Taktu ákvarðanir í sambandi við það sem hefur verið að velkjast um í höfðinu á þér. Annaðhvort segirðu já eða nei, því þá styrkistu í ákvörðunum. Þegar þú getur ekki tekið ákvörðun um eitthvað þá slitnarðu í sundur og týnir og tapar orkunni.

Í ástinni ertu seiðandi og sérð betur að það er ávinningur þar, en þú verður að hafa nennuna og sleppa því alveg að hugsa um fortíðina eða hvernig það gekk einu sinni.

Ef þú ert svo skemmtilega heppin að vera í föstu sambandi, þá er ekkert að sem þú ekki getur lagað. Gerðu það án þess að halda þú fáir neitt í staðinn, því það er ekki málið, heldu haltu áfram að gefa og muna það eru litlu hlutirnir sem skapa þá stóru.

Knús & kossar,

Sigga Kling

Frægar Steingeitur:

Michelle Obama, forsetafrú, 17. janúar

Aron Már Ólafsson, Aron Mola, 12. janúar

Tómas Guðbjartsson læknir, 11. janúar

Dorrit Moussaieff forsetafrú, 12. janúar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál