„Hér er ég föst: stelpa í líkama stráks“

Bruce Jenner lýsir sér nú með persónufornafninu
Bruce Jenner lýsir sér nú með persónufornafninu "hún". AFP

Ólympíugullverðlaunahafinn og raunveruleikastjarnan Bruce Jenner kom út sem transkona í nótt.

„Hvað öllum ásetningi og tilgangi líður, er ég kona,“ sagði Jenner í viðtali við Diane Sawyer á ABC rásinni sem beðið hafði verið með eftirvæntingu.

Jenner, sem er 65 ára, segist hafa átt í baráttu við kynvitund sína frá því að hún var barn. Rétt áður en Jenner lýsti yfir kyni sínu í þættinum leysti hún sítt hárið úr tagli á táknrænan hátt. „Tökum þetta árans tagl úr,“ sagði hún brosandi við Sawyer.

„Hér er ég, föst – og ég hata þetta orð- stelpa föst í líkama stráks...Sem stendur er ég með alla karlkyns partanna og svoleiðis hluti,“ sagði hún.

Vangaveltur um „kynáttunarvanda“ Jenner hafa fyllt slúðurmiðla mánuðum saman þrátt fyrir að hún hafi sjálf ekki tjáð sig opinberlega um kyn sitt fyrr en nú. Hafa miðlarnir m.a. fært fréttir af því að hún hafi sést með rakaða útlimi, sítt hár í tagli og í íþróttabrjóstahaldara undir stuttermabol og þótt það vísbendingar um að hún væri í kynleiðréttingarferli.

Eitt af því sem talið var að Jenner myndi greina frá í viðtali sínu við Sawyer var nýtt nafn hennar sem kona. Hún sagðist skilgreina sig undir persónufornafninu „hún“ en að hún hefði ekki valið sér sérstakt kvenmannsnafn. Þrátt fyrir þetta notaði Sawyer endurtekið persónufornafnið „hann“ í gegnum viðtalið og margir erlendir miðlar hafa leikið það eftir í umfjöllun sinni um Jenner í dag.

Ekki kynferði heldur kynvitund

Jenner lagði áherslu á muninn á milli kynhneigðar og kynvitundar og sagðist ekki upplifa sig sem samkynhneigða. „Ég er ekki samkynhneigð. Svo vítt sem ég veit er ég gagnkynhneigð. Ég hef alltaf verið með konu, alið upp börn,“ sagði hún. „Ég hef aldrei verið með karlmanni.“ Gera má ráð fyrir að yfirlýsing Jenner rugli einhverja með þessari yfirlýsingu í ljósi yfirlýsingar hennar um kyn sitt en Jenner sagðist síðar í viðtalinu vera ókynhneigð (e. asexual). Sawyer spurði hana endurtekið um kynhneigð hennar en Jenner lagði áherslu á að hún kæmi viðtalinu í raun ekki við.

„Kynferði snýst um hverjum þú laðast að – hver kveikir í þér –karlkyns eða kvenkyns. En kynvitund hefur með það að gera hver þú ert sem manneskja og sál þína og hvernig þú upplifir þig að innan. Ókei?“

Ólympíufari og morgunkornsmódel

Jenner fæddist árið 1949 utan við New York og hefur þrisvar verið gift. Hún varð að þjóðarhetju í Bandaríkjunum eftir að hafa sett heimsmet með sigri sínum í tugþraut á Ólympíuleikunum í Montreal árið 1976. Í kjölfarið birtist andlit hennar á umbúðum Wheaties morgunkornsins auk þess sem hún reyndi fyrir sér á hvíta tjaldinu en þær tilraunir báru heldur bágan ávöxt.

Jenner öðlaðist frægð að nýju í gegnum hjónaband sitt og Kris Jenner (áður Kris Kardashian) og raunveruleikaþáttinn „Keeping Up with the Kardashians“ þar sem hún var tíður gestur sem stjúpfaðir hinna íburðarmiklu Kourtney, Kim og Khloe.

Þær Kris Jenner eiga tvær dætur en skildu formlega í desember, 14 mánuðum eftir að hafa slitið sambandinu.

„Bruce er ást“

Eftir að viðtalið við Diane Sawyer birtist tísti Kim Kardashian stuðningsyfirlýsingu til stjúpföður síns. „Ást er hugrekkið til að lifa sem hin sannasta og besta útgáfa af sjálfum sér. Bruce er ást. Ég elska þig Bruce,“ skrifaði Kim og bætti við myllumerkinu #ProudDaughter sem á íslensku útleggst #stoltdóttir. 89 ára móðir Jenner hefur lýst stolti yfir tilkynningu Jenner og borið það saman við það stolt sem hún fann til þegar hún vann Ólympíuleikana.

„Ég hélt aldrei að ég gæti orðið stoltari af þér. En ég er að komast að því að ég get verið það.“

Einn fremsti baráttuhópur Bandaríkjanna fyrir réttindum LGBT-fólks, GLAAD, sagði tilkynningu Jenner kærkomna.

„Í dag komust milljónir manna að því að einhver sem þeir þekkja er transmanneskja,“ sagði formaður GLAAD Sarah Kate Ellis. „Með því að deila sögu sinni hefur Bruce Jenner varpað ljósi á hvað það þýðir að vera transmanneskja og lifa með ósviknum hætti frammi fyrir óhugsandi ágangi almennings.“

„Þrátt fyrir að ferð Jenner sé afar persónuleg mun hún einnig hafa áhrif og veita óteljandi aðilum um allan heim innblástur,“ bætti hún við.

Sonur Jenner, Brandon, tísti orðunum „Stoltur sonur,“ ásamt Instagram mynd af sjálfum sér á unga aldri á öxlum föðurs síns.

Í viðtalinu virtist Jenner létt að greina frá sínu sanna kyni. „Ég er að kveðja skynjun fólks á mér og hver ég er. Ég er ekki að kveðja sjálfa mig því þetta hefur alltaf verið ég.“

Bruce Jenner og Kris Jenner voru gift í 23 ár.
Bruce Jenner og Kris Jenner voru gift í 23 ár. AFP
Bruce Jenner ásamt dætrum sínum.
Bruce Jenner ásamt dætrum sínum. Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson