Acid Make-Out sýnd í Grikklandi

Atriði úr myndinni Acid make-out.
Atriði úr myndinni Acid make-out. mbl.is

Acid Make-Out, fyrsta stuttmynd Daníels Þorsteinssonar, verður sýnd á myndlistar- og stuttmyndahátíðinni Mykonos Biennale sem haldin verður á grísku eyjunni Mykonos um helgina. Myndin var unnin samhliða Music from the Motion Picture Acid Make-Out, hljómplötu rafdúettsins Sometime sem kom út árið 2012, en Daníel skipar Sometime með söngkonunni Rósu Birgittu Ísfeld. Acid Make-Out fjallar um aðrar víddir, drauma og tímaskyn og er byggð á bók bandaríska vísindamannsins Clifford A. Pickover, Sex, Drugs, Einstein & Elves. Sometime samdi tónlistina, sem Daníel krufði svo í öreindir, eins og hann orðar það, og hljóðhannaði myndina svo að hljóð og mynd yrðu eitt.

Daníel segir bók Pickovers stórkostlega og að hann hafi ákveðið að gera stuttmyndina eftir að hafa lesið hana. Bókin fjalli m.a. um það hvernig maður skynji tímann og þó að myndin sé 21 mínúta að lengd taki hún fyrir um 15 sekúndur í lífi aðalpersónunnar. Mörk draums og veruleika séu óskýr, eins og gefur að skilja. Titill myndarinnar er sóttur í nafn ísraelsku vídeólistakonunnar Shiru Kela, sem leikur í myndinni. Nafn hennar hljómar eins og „sýra“ og „kela“ á íslensku, sem á ensku má þýða sem „acid“ og „make out“. Daníel hlær að þessu. „Myndin heitir eiginlega í höfuðið á henni,“ segir Daníel og bætir við að myndin sé mjög óhefðbundin. „Þetta er upplifun fyrir augun og eyrun, þú þarft ekkert endilega að skilja um hvað þetta er, það er ekki tilgangurinn. Eins og þegar maður er sofandi veit maður ekki alveg hvað er að gerast.“

Stendur á haus og hristir rass

Aðrir leikarar í myndinni er rússneska listakonan Sasha Kellerman, bandaríski leikarinn og skúlptúristinn Barry Paulson, Depinder Kaur sem er ensk-indversk og grafískur hönnuður og bandaríska gjörningalistakonan Labanna Babalon, sem Daníel segir býsna umdeilda. Babalon þessi geri verulega skrítin vídeó sem finna megi á netinu og hafi m.a. vakið athygli fyrir að geta hrist á sér rassinn standandi á haus. „Það er ógeðslega fyndið,“ segir Daníel og bendir á myndband á YouTube við lagið „Das Me“ með rapplistakonunni Brooke Candy því til sönnunar. Og viti menn, í því stendur Babalon á haus og hristir rassinn af miklum móð. Sjón er sögu ríkari.

Acid Make-Out verður sýnd í flokki sem nefnist „Video Gravity“ á hátíðinni á Mykonos og verður myndum í þeim flokki varpað á húsveggi að kvöldi til, að sögn Daníels. Hann segist því miður ekki komast á hátíðina en engu að síður sé það gleðiefni að myndin sé sýnd á henni. helgisnaer@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson