Winona Ryder segir Depp aldrei hafa beitt sig ofbeldi

Leikkonan Winona Ryder.
Leikkonan Winona Ryder. AFP

Winona Ryder, fyrrverandi kærasta Johnny Depps, hefur nú stigið fram og sagt frá sínum samskiptum við Depp. Hún segir Depp aldrei hafa beitt sig ofbeldi, heldur þekki hún hann aðeins af góðu.

Ástæða þess að Ryder stigur nú fram er sú að Depp stendur í skilnaði við Amber Heard eftir aðeins 15 mánaða hjónaband. Heard óskaði eftir skilnaði við Depp og sakaði hann í kjölfarið um að hafa beitt sig ofbeldi. Fékk hún í kjölfarið nálgunarbann á Depp.

„Ég ætla bara að segja eigin sögu og sú saga er allt öðruvísi en sú saga sem áður hefur verið sögð. Hann beitti mig aldrei ofbeldi og ég þekki hann aðeins af góðu, sem fullum af kærleik og sem verndar þá sem honum þykir vænt um,“ segir Ryder í samtali við The Time.

Ryder og Depp voru saman árin 1989–1993. 

Hún segir það erfitt að heyra ásakanirnar í garð fyrrverandi eiginmanns síns.

„Ég var ekki þarna og veit ekki hvað hefur gerst, og ég ætla ekki að saka neinn um að ljúga. Það er erfitt fyrir mig að skilja þetta. Þótt það sé langt síðan við vorum saman, þá vorum við saman í fjögur ár og þetta var mikilvægt samband fyrir mig. Þetta er mér mjög erfitt,“ segir Ryder við The Time.

Johnny Depp sætir grófum ásökunum þessa dagana frá fyrrverandi eiginkonu …
Johnny Depp sætir grófum ásökunum þessa dagana frá fyrrverandi eiginkonu sinni. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson