Ricky Gervais með uppistand í Hörpu

Ricky Gervais á góðri stundu.
Ricky Gervais á góðri stundu. AFP

Breski grínistinn Ricky Gervais mun halda uppistand í Eldborg sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 20. apríl. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Senu.

Segir þar að uppistandssýningin nefnist Humanity og sé hans fyrsta í sjö ár. 1.500 miðar verða í boði á sjö verðsvæðum, en miðarnir kosta frá kr. 7.990.

„Ricky Gervais hefur leikið, sungið, framleitt og skrifað í mörg ár. Hann skapaði þrjá vinsæla þætti og merkilegt nokk þá lék hann aðalhlutverkin í þeim öllum. Við erum að tala um The Office,  Extras og  Derek. Þessi fjölhæfi snillingur hefur unnið til fjölmargra verðlauna, þar af sjö BAFTA-verðlaun, fimm British Comedy Awards, þrjú Golden Globe verðlaun og tvö Emmy-verðlaun,“ segir meðal annars í tilkynningunni.

Miðasala er sögð hefjast föstudaginn 24. febrúar kl. 10 á Harpa.is. Póstlistaforsala Senu Live fer fram daginn áður, fimmtudaginn 24. febrúar kl. 15. Fá þá allir sem eru skráðir á póstlista Senu Live sendan póst með tengli sem gerir þeim kleift að kaupa miða samstundis, degi áður en almenn sala hefst. Skráning á póstlista Senu Live er hér.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson