„Það var hart barist um hlutverkið“

Steindi er í dramatísku hlutverki í kvikmyndinni Undir trénu.
Steindi er í dramatísku hlutverki í kvikmyndinni Undir trénu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Steinþór Hróar Steinþórsson eða Steindi eins og hann kýs að kalla sig fer með eitt af aðalhlutverkunum í kvikmyndinni Undir Trénu. Steindi segir að hann hafi þurft að kafa töluvert dýpra í tilfinningapokann en hann er vanur við tökur á myndinni enda er Atli, sem hann leikur, að ganga í gegnum erfitt tímabil í lífi sínu.

Kvikmyndin hefur fengið afar góðar viðtökur og kemur Steinda það ekki á óvart enda vissi hann að handritið væri mjög gott.  „Ég bjóst þó ekki við jafn miklum hlátri. Ég vissi ekki að myndin væri svona fyndin,“ segir Steindi en hann segir myndina vera kolsvarta kómedíu. 

Varð að fá hlutverkið

Um leið og Steindi las handritið varð hann mjög spenntur fyrir myndinni. „Ég varð bara fá þetta hlutverk, mér fannst þetta bara svo flott. Þetta var hrikalega spennandi og flott allt saman. Það var hart barist um hlutverkið,“ segir Steindi og segir að hann hafi aðallega verið feginn þegar hann fékk þær fréttir að hann hafði hreppt hlutverkið.

Steindi í hlutverki Atla í Undir trénu.
Steindi í hlutverki Atla í Undir trénu.

Hann segist hafa þurft að leita nýrra leið til þess að takast á við hlutverkið enda aðallega leikið gamanhlutverk. „Þetta er svona fyrsta hlutverkið sem ég er í þar sem maður er í karakternum mjög lengi. Maður þurfti að kafa djúpt í tilfinningapokann, sem er náttúrulega aldrei gott. Svo á maður náttúrulega sjálfur dóttur og gat sett sig í þessi spor. Ég var mikið að heiman og mikið frá henni í myndinni,“ segir hann.

Edda Björgvins og Siggi Sigurjóns eins og landsliðið í gríni

„Það var náttúrulega bara svolítið eins og draumur sem varð að veruleika,“ segir Steindi um það að fá að leika á móti Eddu Björgvins og Sigga Sigurjóns. „Þetta eru náttúrulega mínar hetjum. Ég er búinn að fylgjast með þeim alla ævi. Ég man bara eftir því þegar maður var lítill að horfa á Stellu í orlofi aftur og aftur.  Maður fékk svona smá reality check á setti, svona innan um landsliðið. Maður þyrfti nú heldur betur að standa sig.“

Hann segist hafa lært það af þeim Eddu og Sigga að skilja tilfinningarnar eftir á tökustað. Steindi fann fyrir því að hann var orðin þyngri en hann var vanur að vera þó svo hann hafi ekki gengið svo langt að taka persónuna með sér heim. „Ég var rosalega feginn þegar þetta var búið,“ sagði Steindi.

Það ákveður enginn að verða grínisti

Steinda dreymdi um að verða leikstjóri þegar hann var yngri. Hann var mikið í því að taka upp stuttmyndir en á endanum hættu vinirnir að taka þátt svo hann lenti sjálfur í því að leika. „Ég held þú lendir í því að vera grínisti, ég held að það sé enginn sem ákveði það. Svo kemur bara bakterían í kjölfarið. Úr því varð ég heltekinn af leiklist og reyni að stækka með hverjum deginum sem líður,“ segir Steindi um leiklistarferilinn.

Það er nóg að gera hjá Steinda en hann var að ljúka við að skrifa nýja þáttaröð af Steypustöðinni sem sýnd verður á Stöð 2. Tökur hefjast í næsta mánuði og hlakkar Steinda mikið til að fara grínast aftur.

Steindi ásamt þeim Grímari Jónssyni framleiðanda, Hafsteini Gunnari Sigurðssyni leikstjóra …
Steindi ásamt þeim Grímari Jónssyni framleiðanda, Hafsteini Gunnari Sigurðssyni leikstjóra og Þorsteini Bachmann leikara á frumsýningu myndarinnar Undir Trénu. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson