„Það sem ég einfaldlega get ekki og „meika“ ekki eru tvöföldu skilaboðin“

„Keppnin sem ég elska, nærist á því að við rífumst,“ segir poppstjarnan Páll Óskar Hjálmtýsson í Dagmálum. Í einlægu samtali við Kristínu Sif ræðir hann um Eurovision, ástina, lífið, áhugamálin og margt fleira en að hans sögn liggur svartur skuggi yfir „gleðikeppninni“. 

Hann segir margt umhugsunarvert í samfélagi  nútímans. Ekki síst hlutverk samfélagsmiðla sem séu að hluta hannaðir til að fólk rífist og valda sundrungu meðal þess en um leið sé athyglinni náð og því felist verðmæt auglýsing í því að kljúfa fólk í fylkingar. 

Páll Óskar segist sorgmæddur yfir því hvernig sé komið fyrir Eurovision-keppninni í ár. „Eurovision er keppni sem ég hef eytt mikilli orku í af lífi mínu,“ og því segir hann það hafa verið skylda sína að setja nafn sitt á lista tónlistarfólks á Íslandi sem vill ekki að Ísland taki þátt í Eurovision fái Ísrael að vera með og vísar til átakanna fyrir botni Miðjarðarhafs. 

„Það sem ég einfaldlega get ekki og „meika“ ekki eru tvöföldu skilaboðin um að Rússum sé meinuð þátttaka en Ísrael ekki.“ Söngvakeppnin sé gleðikeppni og sundrungin í kringum keppnina sem honum og fleirum sé svo kær varpi stórum skugga á allt saman.

Brot úr viðtalinu má sjá hér að ofan. Dagmál eru í heild sinni aðgengileg áskrifendum Morgunblaðsins en einnig er hægt að kaupa vikupassa.



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er gott að þekkja sín eigin takmörk og þá ekki síður að virða þau þegar á það reynir. Ef þú fæst ekki við það sem þú hefur áhuga á getur lífið svo sannarlega verið letjandi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er gott að þekkja sín eigin takmörk og þá ekki síður að virða þau þegar á það reynir. Ef þú fæst ekki við það sem þú hefur áhuga á getur lífið svo sannarlega verið letjandi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav