Vaknaði upp við eldgos á hóteli Bláa lónsins

Frá eldgosinu á fimmtudag.
Frá eldgosinu á fimmtudag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Breska Youtube-stjarnan WalkWithMeTim fékk sannarlega einstaka upplifun þegar hann var vakinn á Silica-hóteli Bláa lónsins snemma á fimmtudagsmorgun, þegar eldgos hófst á milli Sundnhnúks og Stóra-Skógfells.

Tim, sem er með 329 þúsund fylgjendur á YouTube-rás sinni, birti myndband af eldsumbrotunum þar sem sést vel í gosmökkinn og heyra má varúðarlúðra gjalla um Svartsengi.

Hann þurfti þá sjálfur að keyra á Keflavíkurflugvöll en hann var einmitt á leiðinni heim þennan dag.

„Ég finn fyrir hitanum héðan,“ sagði Tim er hann keyrði Reykjanesbrautina fram hjá eldgosinu.

Tim, sem er ferðabloggari, sagðist því seint myndu gleyma dvöl sinni í lóninu, en gerði þó einhverjar athugasemdir við sjálft hótelið.



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er gott að þekkja sín eigin takmörk og þá ekki síður að virða þau þegar á það reynir. Ef þú fæst ekki við það sem þú hefur áhuga á getur lífið svo sannarlega verið letjandi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er gott að þekkja sín eigin takmörk og þá ekki síður að virða þau þegar á það reynir. Ef þú fæst ekki við það sem þú hefur áhuga á getur lífið svo sannarlega verið letjandi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav