Páfi segir orð sín hafa verið tilboð um samræður

Benedikt XVI páfi kvaðst í ávarpi sem hann flutti í sumardvalarstað sínum Castel Gandolfo í dag vera fullur iðrunar vegna þeirrar reiði sem orð hans um íslam hafi valdið. Þá lagði hann áherslu á að um tilvitnun í fimmtándu aldar keisara hafi verið að ræða en hann ekki hans eigin orð.

“Ég er mjög leiður yfir viðbrögðunum í sumum löndum yfir nokkrum setningum ræðu minnar, sem þóttu móðgandi fyrir múslíma, sagði hann í sinni fyrstu ræðu frá því málið kom upp. Sagði hann orð sín hafa verið tekin ú miðaldarhandriti og ekki endurspegla skoðanir sínar á nokkurn hátt.

“Ég vona að þetta verði til að friða menn og skýra sanna merkingu ræðu minnar sem í heild sinni var og er tilboð um hreinskilnar og einlægar samræður, byggðar á gagnkvæmri virðingu,” sagði hann.

Benedikt XVI páfi er hann var á ferð í Þýskalandi …
Benedikt XVI páfi er hann var á ferð í Þýskalandi í síðustu viku. AP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert