Gæti þurft að rífa glæsihýsi

Indverski auðkýfingurinn Mukesh Ambani.
Indverski auðkýfingurinn Mukesh Ambani. Reuters

Ríkasti maður Indlands, Mukesh Ambani, stendur frammi fyrir opinberri rannsókn á hvernig staðið var að byggingu heimilis hans, sem er á 27 hæðum og eitt dýrasta íbúðarhúsnæði heims. Verði bygging hússins dæmd ólögmæt, gæti hann þurft að rífa það.

Húsið er 174 metra hátt og 4532 fermetrar og kallast Antilia. Bílageymsla er þar á sex hæðum, þar eru sundlaugar, danssalur, kvikmyndahús og þrír lendingarpallar fyrir þyrlur.

Stjórnvöld í  Maharashtra héraði, þar sem húsið stendur, telja að ekki hafi verið staðið rétt að sölu á landinu sem húsið var byggt á, en það mun hafa verið ætlað til þess að byggja skóla fyrir múslímabörn og ekki mátti nota það til annars en góðgerðarmála.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert