Cameron vill vera áfram í ESB

David Cameron, forsætisráðhera Bretlands, vill að Bretar beiti sér frekar …
David Cameron, forsætisráðhera Bretlands, vill að Bretar beiti sér frekar innan ESB en utan þess. Reuters

Það yrði mjög slæmt fyrir Bretland ef Evrusamstarfinu yrði hætt því um 40 prósent af útflutningi Bretlands er til Evrópu. Þetta kom fram í máli David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, á ársfundi Íhaldsflokksins sem fer fram nú um helgina.

Cameron sagði Breta ekki geta neitað þeirri staðreynd að tvö sterkustu hagkerfi Evrópu: Þýskaland og Frakkland eigi í nokkrum erfiðleikum og að það valdi miklum áhyggjum. 

Vill jafna valdahlutföllin

Andstæðingum aðildar Bretlands að ESB hefur vaxið ásmeginn að undanförnu og hafa margir krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort landið ætti að yfirgefa Evrópusambandið.

Cameron sagðist ósammála því að Bretland ætti að yfirgefa sambandið. Bretar ættu frekar að beita sér fyrir breytingum innan ESB. Hann sagði ESB vera falið of mikið vald fyrir hönd Bretlands og nauðsynlegt væri að fá eitthvað til baka.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert