ÍR einum leik frá úrvalsdeildinni

Friðrik Curtis skoraði mest fyrir ÍR á Hornafirði í kvöld.
Friðrik Curtis skoraði mest fyrir ÍR á Hornafirði í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

ÍR-ingar eru einu skrefi frá úrvalsdeild karla í körfuknattleik eftir sigur á Sindra, 85:73, í öðrum úrslitaleik liðanna á Hornafirði í kvöld.

Staðan er 2:0, ÍR-ingum í hag, og þeir taka á móti Sindra í þriðja leiknum á heimavelli sínum í Skógarseli á sunnudagskvöldið.

ÍR var yfir lengst af, 17:16 eftir fyrsta leikhluta, 42:36 í hálfleik og 63:55 eftir þriðja leikhluta. Munurinn var fjórtán stig þegar hálf fjórða mínúta var eftir og Breiðhyltingar innbyrtu sigurinn vandræðalítið eftir það.

Hinn efnilegi Friðrik Curtis var í lykilhlutverki hjá ÍR eins og oft áður en hann skoraði 23 stig og tók níu fráköst. Fyrirliðinn Hákon Hjálmarsson var með 14 stig og tíu stoðsendingar.

Hjá Sindra var Lucas Antunez í aðalhlutverki og skoraði 27 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert