Lík rak 40 km frá flakinu

Leit að líkum við flak ferjunnar.
Leit að líkum við flak ferjunnar. AFP

Lík manns sem drukknaði er ferjan Sewol sökk undan ströndum Suður-Kóreu í apríl, fannst marga kílómetra frá flaki ferjunnar. Nú er því óttast að ekki takist að finna alla þá sem létust er ferjan sökk.

289 lík hafa fundist frá því ferjan sökk 16. apríl. Enn á eftir að finna fimmtán sem voru um borð.

Um borð í skipinu voru 476 manns, aðallega ungir námsmenn á leið í skólaferðalag.

Ekkert lík hefur fundist í námunda við flakið í tvær vikur. Kafarar eru þó enn að störfum og vinna við mjög erfiðar aðstæður, sterka hafstauma og gruggugan sjó. Tveir kafarar hafa látist við vinnu sína.

Í dag fann sjómaður lík mann sem hafði verið um borð í ferjunni. Líkið fannst um 40 kílómetrum frá flakinu. Fingrafararannsókn hefur staðfest að líkið er af manni sem var farþegi ferjunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert