Reyna að ná ferjunni úr sjónum

Rúm tvö ár eru liðin frá slysinu. Mynd úr safni.
Rúm tvö ár eru liðin frá slysinu. Mynd úr safni. AFP

Kostnaðarsamar og erfiðar aðgerðir sem miða að því að ná ferju sem hvolfdi í Suður-Kóreu fyrir rúmum tveimur árum upp úr sjónum hófust í morgun. 

476 manns voru um borð í ferjunni þegar slysið varð suðvestur af eyjunni Jindo í apríl árið 2014. 304 létu lífið, aðallega skólabörn.

Níu lík eru enn ófundin og vonast fjölskyldur þeirra sem saknað er til þess að líkin komi í ljós þegar búið verður að koma skipinu á flot á ný. Ferjan var rúmlega 6,8 tonn að þyngd. Fjölskyldur þeirra sem létust fylgdust með aðgerðunum þegar þær hófust í morgun.

Skipstjóri ferjunnar var dæmdur í lífstíðarfangelsi.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert