Flugritarnir enn ófundnir

Illa förnum stélenda farþegaþotu AirAsia, sem fórst með 162 farþega innanborðs 28. desember sl., var lyft upp af sjávarbotni í dag. Yfirvöld höfðu vonast eftir því að finna flugrita vélarinnar í flakinu, en varð ekki að ósk sinni.

Enginn lifði þegar þotan hrapaði í Jövuhaf, en hún var á leið frá indónesísku borginni Surabaya til Singapúr. Stél vélarinnar fannst eftir 10 daga leit, en flugritana var hvergi að finna þegar flakið var híft um borð í dráttarbát.

Flugritarnir eru eina vonin til að komast að því hvers vegna ferð vélarinnar endaði með svo hörmulegum hætti og ekki er öll von úti enn. Samkvæmt indónesískum yfirvöldum senda þeir ennþá frá sér merki, og er talið að þeir séu grafnir á sjávarbotni, skammt frá staðnum þar sem stélið lá.

Kafarar munu halda áfram leitinni að flugritunum og þá er enn leitað að öðrum hlutum flaksins, sem og líkamsleifum farþega og áhafnar.

Hlutar af braki vélarinnar hafa verið dregnir upp af sjávarbotni.
Hlutar af braki vélarinnar hafa verið dregnir upp af sjávarbotni. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert