Sterk merki frá flugritum vélarinnar

Leitað að vél AirAsia.
Leitað að vél AirAsia. AFP

Sterk merki berast frá flugritum farþegavélar AirAsia sem fórst 28. desember síðastliðinn að sögn yfirvalda í Indónesíu. Kafarar hersins reyna nú að finna flugritana en þeir eru taldir vera á um 30 metra dýpi á botni Jövuhafs.

Stéli vélarinnar var lyft upp úr sjónum í gær. „Smellirnir mældust um einum kílómetra austur af stélinu,“ sagði einn þeirra sem stjórna leitinni í samtali við AFP-fréttaveituna. Smellirnir eru merki frá flugritunum. 

Talið er að vélin hafi farist vegna veðurs. Mikilvægt er að finna flugritana en þar er að finna ýmsar upplýsingar, svo sem síðustu orð flugmannanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert