Upplýsingar um 32 milljónir notenda framhjáhaldssíðu

Auglýsing frá Ashley Madison. „Lífið er stutt. Haltu framhjá“.
Auglýsing frá Ashley Madison. „Lífið er stutt. Haltu framhjá“.

Tölvuhakkararnir sem stálu gögnum af framhjáhaldssíðunni AshleyMadison.com hafa birt upplýsingar um 32 milljónir notenda síðunnar. Þetta kemur fram í frétt Wired. Um mánuður er síðan tölvuþrjótar sem nefna sig Impact Team gerðu árás á síðuna, sem er lýst sem hulduvef (dark web) en á vef AshleyMadison.com segir að síðan sé fremsta stefnu­mótaþjón­usta heims fyr­ir gift fólk sem leit­ar eft­ir leyni­leg­um kynn­um við aðra en mak­ann sinn.

Í spurn­inga­dálki seg­ir þó að þjón­ust­an hvetji fólk ekki til fram­hjá­halds og bend­ir þeim sem eiga í sam­bandserfiðleik­um á að leita aðstoðar. Hins veg­ar sé þjón­ust­an sú allra besta fyr­ir þá sem leita eft­ir ein­hverj­um öðrum en mak­an­um til þess að upp­fylla þarf­ir sín­ar.

Í gær voru birtar upplýsingar um greiðslur milljónir manna, tölvunetföng þeirra og símanúmer fólks sem var skráð á vefinn. Hakk­ar­arn­ir hótuðu því að birta gögn­in ef síðunni yrði ekki lokað. Það var ekki gert og því hafa þeir haf­ist handa við að birta upp­lýs­ing­arn­ar. 

Þegar þeir birtu gögnin í gær sögðust þeir hafa útskýrt svikin á bak við vefinn og hversu fáránlegur hann sé líkt og skráðir félagar á honum. Nú geti allir séð upplýsingar um þetta fólk sem þar er á skrá.

„Ég er að leita að einhverjum sem er óhamingjusamur heima fyrir eða bara leiður og er að leita að einhverri spennu,“ segir einn notandi á síðunni, samkvæmt Wired. Í frétt tæknivefjarins kemur fram að um 15 þúsund notendur gefa upp netföng hjá stjórnvöldum og hernum.

Leitar að kúri og faðmlögum á framhjáhaldsíðu

Hver er þessi Ashley Madison?

Notar ekki síðuna til kynlífs

Hátíð fyrir skilnaðarlögfræðinga

Bjóða upp á ókeypis gagnaeyðingu

Birtu gögn ótrúrra maka

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert