„Hún er bara svolítið sjálfhverf“

Becky Watts.
Becky Watts. Skjáskot af SkyNews

Stjúpbróðir Becky Watts kallaði unglingsstúlkuna „sjálfhverfa“ í yfirheyrslum lögreglu stuttu eftir að Watts hvarf. Aðalmeðferð stendur nú yfir í málinu en sundurlimað lík stúlkunnar fannst tveimur vikum eftir að hún hvarf. Stjúpbróðirinn Nathan Matthews hefur verið ákærður fyrir morðið á Watts ásamt kærustu sinni Shauna Hoare.

Matthews hefur játað að hafa orðið valdur að dauða stúlkunnar og falið líkið en neitar því að um morð sé að ræða.

Við aðalmeðferðina í dag hlustuðu kviðdómendur á upptökur af viðtölum lögreglu við Matthews stuttu eftir að Watts hvarf. Stúlkan hvarf 19. febrúar en líkamsleifarnar fundust 2. mars.

Viku eftir að Watts hvarf var Matthews yfirheyrður af lögreglu. Þar sagðist hann ekki eiga í miklum samskiptum við stjúpsystur sína. Hann sagðist þó ekki vera mjög hrifin af henni. „Hún er bara svolítið sjálfhverf,“ lýsti Williams. Lögreglumenn sem yfirheyrðu Matthews og Hoare báru vitni við aðalmeðferðina í dag.

Rannsóknarlögreglumaðurinn Phillip Saunders lýsti því hvernig Hoare hafði staðið í eldhúsi móður hennar þegar hann kom til þess að handtaka hana. Hann sagði frá því að Hoare hafi verið með tár í augunum þegar hún var leidd út úr húsinu. Að sögn Saunders svaraði Hoare spurningum hans um Watts og  mögulega staðsetningu hennar aðeins með orðunum „Nei“ og „Ég veit það ekki“.

Hann sagði einnig frá handtöku Matthews. Þegar lögregla kom inn á heimili hans um klukkan 15:20 var Matthews að spila tölvuleik og heilsaði ekki þegar lögreglumenn gengu inn.

Lögreglumaðurinn Rob Dolan yfirheyrði Matthews sem neitaði að svara spurningum. Við hverri spurningu um Watts svaraði hann einfaldlega „No comment“.

Lögreglumaðurinn sem fann líkamsleifar Watts inn í kofa bar einnig vitni í dag. Hann sagðist hafa farið inn í garð heimilis við Barton Court rétt eftir klukkan 1 aðfaranótt 2. mars. Þar var læstur kofi sem hann náði að opna. Hann sagði að kofinn hafi verið fullur af dóti, en þar var meðal annars ferðataska og nokkrir pokar. Hann og samstarfsfélagi hann opnuðu stóran kassa nálægt hurðinni. Þar fundu þeir eftir þó nokkra leit hönd.

James Ireland og Donovan Demetrius búa í húsinu á lóðinni þar sem kofinn stendur. Þeir eru ákærðir fyrir að hafa geymt líkamsleifar stúlkunnar í kofanum en halda því fram að þeir hafi ekki vitað hvað var í pokunum.

Umfjöllun Sky News um réttarhöldin.

Fyrri fréttir mbl.is:

Skoðuðu herbergi Becky Watts

Sund­urlimaði lík stjúp­syst­ur sinn­ar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert