Stjúpbróðirinn dæmdur sekur um morð

Becky Watts.
Becky Watts. Skjáskot af SkyNews

Nathan Matthews, stjúpbróðir, Becky Watts, var í dag fundinn sekur um morðið á Watts. Hin 16 ára gamla Watts hvarf af heimili sínu 19. febrúar en sundurlimaðir líkamspartar hennar fundust í skúr 2. mars.

Það mátti heyra kallað „Já“ frá almenningi í réttarsalnum þegar dómurinn var kveðinn upp að sögn blaðamanns Sky News á staðnum. Fjölskyldumeðlimir Watts héldust í hendur á meðan þeir hlustuðu á dómarann.

Í dómnum kemur fram að Matthews, sem er 28 ára gamall, hafi kæft Watts eftir að misheppnaða mannránstilraun sem var runnin af kynferðislegum rótum. Hann á að vera með sérstakan kynferðisáhuga á unglingsstúlkum.

Matthews hefur alltaf játað það að hafa valdið dauða stúlkunnar en segir það slys. Hélt hann því fram að hann hefði kyrkt Watts eftir misheppnaða mannránstilraun sem átti að „kenna henni lexíu“.

Hann sagði við réttarhöldin að hann hefði farið að heimili stúlkunnar með límband, grímu, rafbyssu og handjárn. Hann segist hafa beðið eftir því að kærasta hans Shauna Hoare yfirgæfi húsið áður en hann lét til skara skríða. En eftir stutt áttök kyrkti hann stjúpsystur sína og segir það hafa verið óvart.

Hoare var sýknuð af ákæru um morð en dæmd sek um manndráp. Hún var enginn dæmd sek um að taka þátt í mannránssamsæri og hindra framgöngu réttvísinnar. Hún neitaði alltaf því að tengjast málinu.

Nathan Matthews, Shauna Hoare og Becky Watts í brúðkaupi foreldra …
Nathan Matthews, Shauna Hoare og Becky Watts í brúðkaupi foreldra Matthews og Watts. Skjáskot af Sky
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert