Sagðist hata Becky Watts

Becky Watts.
Becky Watts.

Manni sem sakaður er um að hafa myrt unglingsstúlkuna Becky Watts í Bristol fyrr á árinu hefur verið lýst sem „stjórnsömum“ og með „ofsóknarbrjálæði“ af vitni í réttarsal. Aðalmeðferð í málinu stendur nú yfir.

Hinn 28 ára gamli Nathan Matthews hefur játað það að hafa valdið dauða stjúpsystur sinnar en neitar að hafa myrt hana. Hann neitar því einnig að kærasta hans, Shauna Hoare, hafi verið viðriðin málið.

Vinkona Matthews og Hoare bar vitni í málinu í dag. Hún sagði m.a. að Matthews þjáðist af ofsóknarbrjálæði og að hún væri ekki hrifin að því að Hoare væri með honum. Hún sagði einnig að Matthews væri stundum árásargjarn gagnvart Hoare og segði henni m.a. að þegja.

Að sögn vitnisins höfðu hún og aðrir vinir Hoare reynt að fá hana til að hætta með Matthews. „Hún hafði áhuga á því en var of hrædd til þess að láta verða af því,“ útskýrði konan við réttarhöldin í dag.

Spurð um samband Matthews við Becky Watts sagði vitnið að hann hefði kallað hana „spillta og sjálfelska“ og að hann hefði allavega einu sinni sagst hata hana. Í hvert skipti sem Watts var nefnd á nafn „byrjaði hann að kvarta yfir henni,“ og komst í töluvert uppnám.

Vitnið sagði að Hoare hefði líkað kvartað yfir Watts og hvernig hún kom fram við stjúpmóður sína. Hún sagðist þó aldrei hata hana.

Watts hvarf af heimili sínu 19. febrúar. Tveimur vikum síðar fundust líkamsleifar stúlkunnar í kofa á einkalóð við Barton Court.

Réttarmeinafræðingurinn Sarah Hainsworth bar vitni í dag og sagði frá hvernig líkami stúlkunnar hefði verið sundurlimaður. Hún sýndi kviðdómendunum hjólsög eins og þá sem talið er að Matthews hafi notað til þess að sundurlima líkið. Hún sagði þó að engin sönnunargögn lægju fyrir sem gætu sannað að Matthews hefði ekki verið einn að verki.

Hún sagði þó að það hefði verið auðveldara að sundurlima líkið með hjálp. Flest bein Watts voru skorin í einni tilraun og gefur það til kynna að Matthews hafi haft aðstoð eða farið „mjög varlega og verið mjög nákvæmur.“

Umfjöllun Sky News um réttarhöldin

Fyrri fréttir mbl.is:

„Hún er bara svolítið sjálfhverf“

Skoðuðu her­bergi Becky Watts

Sund­urlimaði lík stjúp­syst­ur sinn­ar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka