Minnki útblástur gróðurhúsalofttegunda um 40%

ESB reynir nú að uppfylla loftslagssáttmála Sameinuðu þjóðanna.
ESB reynir nú að uppfylla loftslagssáttmála Sameinuðu þjóðanna. HO

Evrópusambandið kynnti í dag áætlun sína fyrir ríki sambandsins um  minnkun gróðurhúsaloftegunda í ESB fyrir 2030. Þyngstar birgðar eru lagðar á efnameiri ríki ESB í norðrinu, m.a. Bretland sem nú vinnur að því að segja skilið við ESB.

Samkvæmt áætluninni er Þýskaland, Lúxemborg, Finnlandi, Danmörku, Bretlandi, Frakklandi og Austurríki gert að draga hvað mest úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda, en ESB leitast nú við að standast þá áætlun að sambandsríkin nái að draga úr útblæstri gróðurhúsaloftegunda um  40% frá því sem var 1990.

Ríkin þurfa nú að samþykkja áætlunina. Ekki liggur þó fyrir hvernig Bretar munu bregðast við, en meirihluti þjóðarinnar kaus að ganga úr ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu í síðasta mánuði.

Áætlun ESB gerir ráð fyrir að árið 2030 verði sambandið búið að ná markmiðinum sem það gekkst undir á loftslagsráðstefnunni í París í desember á síðasta ári.

Miguel Arias Cante, sem fer með loftslagsmál innan ESB, sagði áætlunina vera „sanngjarna, sveigjanlega og raunhæfa“.

Með henni sé hvatt til aukinna fjárfestinga á sviðum samgangna, landbúnaðar, húsbygginga og við eyðingu á rusli.

Þýskalandi og Lúxemborg er gert að draga úr gróðurhúsaloftegundum um 40%, frá því sem var 2005, Finnland og Danmörku um 39%, Bretlandi og Frakklandi um 37% og Hollandi og Austurríki um 36% samkvæmt áætluninni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert