Fyrrverandi ráðherra vill kaupa TikTok

Steven Mnuchin.
Steven Mnuchin. AFP

Steven Mnuchin, fyrrverandi fjármálaráðherra Bandaríkjanna, greindi frá því í dag að hann ynni nú að því að setja saman hóp fjárfesta sem vilji kaupa TikTok, sem er í eigu kínverska fyrirtækisins ByteDance. 

Mnuchin var ráðherra í forsetatíð Donalds Trumps, fyrrverandi forseta og núverandi forsetaframbjóðanda.

Hann sagði í samtali við CNBC-sjónvarpsstöðina í Bandaríkjunum að TikTok væri frábært fyrirtæki sem hann hefði áhuga á að kaupa með aðstoð annarra fjárfesta. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert