Eldgos hafið í Indónesíu

Fyrsta gosið hófst í gær og síðan hafa opnast gossprungur …
Fyrsta gosið hófst í gær og síðan hafa opnast gossprungur á fjórum stöðum til viðbótar í dag. AFP

Yfirvöld í Indónesíu hafa gefið út viðvörun um mögulega flóðbylgju eftir að eldgos hófst í Ruang-fjalli í Sulawesi-héraði. Gos er á nokkrum stöðum og ná reykjarsúlur vel á annan þúsund metra upp í himininn. Mörg hundruð manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín. 

Fyrsta gosið hófst í gær og síðan hafa opnast gossprungur á fjórum stöðum til viðbótar í dag. Viðbúnaður var færður á efsta stig í kjölfarið. 

Yfirvöld hafa fært hættusvið í kringum eldgosin frá fjögurra kílómetra radíus í sex kílómetra. Ekki hafa borist fregnir af slösuðum eða látnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert