150 þúsund rósir á lofti

Margir héldu á hvítum og rauðum rósum á Ráðhústorginu.
Margir héldu á hvítum og rauðum rósum á Ráðhústorginu. Reuters

Áætlað er að um 150 þúsund manns hafi safnast saman á Ráðhústorginu í  miðborg Óslóar til taka þátt í svonefndri rósagöngu, minningarathöfn um þá sem létu lífið í hryðjuverkaárásunum á föstudag.

Um er að ræða athöfn, sem boðað var til á Facebook. Bæði Hákon krónprins og Jens Stoltenberg hafa ávarpað samkomuna, sem hófst klukkan 17 að íslenskum tíma.

„Í kvöld eru göturnar fullar af kærleika," sagði Hákon. „Við höfum ákveðið að mæta hatri með samstöðu."

„Mannfjöldinn sem ég sé hér í dag og hlýjan, sem ég finn fyrir frá landinu öllu fullvissa mig um það, að þótt illskan geti drepið einstaklinga getur hún aldrei sigrað heila þjóð," sagði Stoltenberg.

Norski þjóðsöngurinn var sunginn og fólk hélt rósunum á lofti á meðan. 

Reuters
Talið er að 150 þúsund manns séu á Ráðhústorginu.
Talið er að 150 þúsund manns séu á Ráðhústorginu. Reuters
Fólk á Ráðhústorginu í kvöld.
Fólk á Ráðhústorginu í kvöld. Reuters
Ung kona með rós í Ósló í kvöld.
Ung kona með rós í Ósló í kvöld. Reuters
Mannfjöldi á Karl Johan í kvöld.
Mannfjöldi á Karl Johan í kvöld. Reuters
Talið er að 150 þúsund manns hafi komið saman á …
Talið er að 150 þúsund manns hafi komið saman á Ráðhústorginu og víðar í miðborg Óslóar í dag. Reuters
mbl.is

Erlent — Fleiri fréttir

Í gær

Mánudaginn 6. maí

Sunnudaginn 5. maí

Laugardaginn 4. maí

Föstudaginn 3. maí