Lögmaður Hjördísar Hákonardóttur: Jafnréttislög brotin að nýju

Atli Gíslason hæstaréttarlögmaður, lögmaður Hjördísar Bjarkar Hákonardóttur dómstjóra, segir að Hjördís muni leita réttar síns af endurnýjuðum krafti í kjölfar þessarar embættisveitingar í Hæstarétti.

Atli sagði að með þessar embættisveitingu hefðu jafnréttislög verið brotin á Hjördísi í annað sinn.

"Jafnréttislögum er ætlað að jafna stöðu kynjanna og í Hæstarétti eru kynjahlutföllin skökk og meðan hún telst hæfari eða jafnhæf og Jón Steinar þá átti að skipa hana í embættið. Það segir hins vegar hvergi í lögum að það eigi að rétta hlut karllögmanna í Hæstarétti."

Hann sagði að Hjördís myndi leita réttar síns af endurnýjuðum krafti. "Við höfum verið í viðræðum við dómsmálaráðuneytið sem ekki hafa skilað neinu og hún mun sækja rétt sinn af endurnýjuðum krafti," sagði hann.

"Ég er á því að framkvæmdavaldið hafi gengið gegn mjög málefnalegri umsögn Hæstaréttar og það veldur mér áhyggjum hvað sjálfstæði dómstólsins varðar," sagði hann ennfremur.

Hann sagðist jafnframt óska Jóni Steinari til hamingju með starfið og velfarnaðar í því.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert