Jón Steinar hefur áhuga á að kenna áfram

Jón Steinar Gunnlaugsson.
Jón Steinar Gunnlaugsson.

Jón Steinar Gunnlaugsson, nýskipaður hæstaréttardómari og prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, hefur áhuga á að sinna stundakennslu í skólanum eftir að hann tekur við embætti dómara við Hæstarétt frá og með 15. október nk. Hann segir þau störf sem dómarar megi sinna takmörkuð en það sem snerti fræðimennsku í lögfræði, t.d. kennsla, sé heimilt.

"Það er óvíst, en ég hef áhuga á að gera það," svarar Jón Steinar aðspurður hvort hann muni halda áfram kennslu við skólann. "Ég þarf að huga að því hvort ég hef tíma þannig að vel fari. En ef ég á kost á því, tímans vegna, hef ég áhuga á því að kenna áfram, en þetta er enn óljóst."

Jón Steinar segist munu halda kennslu áfram af fullum krafti þar til 15. október er hann tekur við starfi hæstaréttardómara.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert