Skyndilegur kuldi hefur áhrif á færð

Á Vesturlandi er hálka, hálkublettir, snjóþekja, éljagangur og stórhríð og ekkert ferðaveður og allur mokstur í bið, að sögn Vegagerðarinnar.

Ófært og stórhríð er á Fróðarheiði og þungfært. þæfingsfærð og stórhríð á norðanverðu Snæfellsnesi. Ófært er á Bröttubrekku. Þungfært og stórhríð er á Holtavörðuheiði. Þæfingsfærð og stórhríð er í Svínadal.

Á Vestfjörðum er snjóþekja, hálka, hálkublettir og víða skafrenningur. Þæfingsfærð og skafrenningur er í Ísafjarðardjúpi. Snjóþekja og skafrenningur er á Steingrímsfjarðarheiði og þungfært og stórhríð á Þröskuldum. Þæfingsfærð og skafrenningur er á Hálfdán og á Mikladal, þungfært á Kleifaheiði en verið er að moka og ófært á Klettshálsi.

Á Norðvesturlandi er víða hálka, skafrenningur og éljagangur. Hálka skafrenningur er á Þverárfjalli og snjóþekja og skafrenningur á Öxnadalsheiði.

Á Norðausturlandi er hálka, snjóþekja og éljagangur. Þæfingur er á Hólasandi, hálka á Mývatnsöræfum og hálkublettir og skafrenningur á Möðrudalsöræfum.

Á Austurlandi er þæfingsfærð og skafrenningur á Oddskarði, þungfært og stórhríð er á Fjarðarheiði og hálkublettir á Vopnafjarðarheiði, einnig er víða hálkublettir og éljagangur. Þungfært og skafrenningur er á Breiðdalsheiði.

Á Suðausturlandi eru hálkublettir og snjóþekja.  Á Suðurlandi er víða hálka og hálkublettir. Hálka er á Hellisheiði og í Þrengslum. Hálkublettir eru á Kjalarnesi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert