Aular að láta blekkjast af íslensku bönkunum

David Ruffley.
David Ruffley.

Þingmaður breska Íhaldsflokksins sagði á ráðstefnu í síðustu viku, að þeir sem hefðu látið blekkjast af fullyrðingum íslensku bankanna um þrefalt  hærri ávöxtun innistæðna en breskir bankar buðu væru aular. 

Fjallað er um þetta á vefnum moneymarketing.co.uk í dag. Þar er vitnað til ummæla Davids Ruffleys, þingmanns Íhaldsflokksins, sem hann lét falla í síðustu viku. Þar sagði hann, að eftirlitsstofnanir ættu augljóslega að grípa inn í þegar grunur leiki á að blekkingum sé beitt. En einnig séu til dæmi þar sem neytendur verði sjálfir að axla ábyrgð.

„Ef þú skoðaðir íslenskan banka og sagðir: vextirnir eru allt að þrisvar sinnum hærri en maður getur fengið í Bretlandi, þá eru auli," hefur vefurinn eftir Ruffley.  „Varstu sá auli að halda, að Íslendingar hefðu útbúið eitthvað töfrabragð, örhagkerfi þar sem bankarnir buðu ótrúlega ávöxtun? Ég held að þú hefðir verið svolítið tregur. Eitthvað hefði átt að hringja viðvörunarbjöllum."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert